Friday, April 29, 2016

IVY PARK                     
Ég held það viti allir hvað Beyoncé er að gera þessa dagana... Á meðan ég hlusta á Lemonade á replay skoða ég fatalínuna hennar. Inn á Topshop stendur shop the basketball look.. Á óskalistanum er þessi oversized hettpeysa & derhúfa. Æjii ég vil bara eiga eitthvað úr línunni svo ég geti verið jafn kúl og hún..Wednesday, April 27, 2016

Nike Air Huarache Ultra

NIKEÞessir skór eru líklega bestu kaupin mín í langan tíma og ég er algjörlega ástfangin af þeim. Þeir voru reyndar keyptir handa mér þar sem ég var búin að væla um nýtt Nike par í nokkra mánuði... Þessir heita semsagt Nike Air Huarache Ultra og ég ákvað að taka mína í svörtu. Klassískir & passa við allt! Og já þetta eru klárlega þægilegustu street skór sem ég hef átt. Þeir eru mjög léttir og það besta er að ég þarf ekki að reima þá þar sem það er teygja að aftan. Ég sá svo í dag að það er komin ný týpa Air Huarache Ultra Breath sem er svona sumarútgáfa af þessum. Núna þarf ég bara eitt par í hvítu og ég er good út árið...

 Happy shooooooping xx

Tuesday, April 5, 2016

Velkomið VOR, ljósar gallabuxur & hvítir strigaskór!

Vorið er komið sem þýðir það að okkar daglegi fatnaður er að breytast smá saman. Fyrir mér er komið vor þegar ég fer aftur að ganga í ljósum gallabuxum og ég þarf oftast finna þær upp í skáp. Ég veit að sumir sjá ekkert athugavert að vera í þeim 365 daga ársins en ég get ekki að þessu gert (haha). Ripped jeans eru mjög vinsælar núna og þær eru perfect fyrir sumarið. Ég ákvað að setja smá INSPO myndir hér fyrir neðan en tvær vinkonur mínar spurðu mig í vikunni hvort þær væru YES or NO. Mitt svar er auðvitað YES!

Navy Blazer~White Button Up~Jeans 3/9/2016


Ripped jeansGood Jeans


Ripped Jeans

High-Waisted JeansRock It! High-Waisted Skinny JeansStyle This Trend: Ripped JeansÁ óskalistanum hjá mér eru nýjar ljósar gallabuxur og hvítir Nike strigaskór, enda er allt betra með hvítum skóm!

Tuesday, March 22, 2016

RæktaroutfitGym

Ég er búin að koma mér upp fínni ræktarrútínu og það sem er að auðvelda mér málið er að hafa tilbúin ræktarföt fyrir hvern dag. Þegar ég er sem lötust þá fer ég í ræktarfötin innan undir fötin sem ég fer í skólann svo ég sé líklegri til að koma við í ræktinni á leiðinni heim - Bless köld íþróttaföt út í bíl!

Að ofan: Ég er oftast í hlýrabol og langermabol/peysu. Ég er svolítil kuldaskræfa svo stundum er ég líka í renndri peysu yfir, svona til að byrja með. Ég á tvo Anita íþróttabrjóstahaldara frá Eirberg og nota þá bara. Mæli klárlega með þeim enda er ég alltaf á leiðinni að kaupa mér einn auka. 

Að neðan: Uppáhaldsræktar buxurnar mínar eru Nike tight fit. Ég er búin að eiga mínar núna í hálft ár og ég elska þær. Ef þú nennir ekki að spá í því hvort buxurnar þínar séu gegnsæjar þá mæli ég með þessum! Útaf tolllækkunum hér á Íslandi eru þær á mjög fínu verði (í kringum 9000kr. í flestum verslunum). Nike skórnir mínir heita Nike lunarglide 7, ég keypti þá vegna þess að þeir eru bleikir. Djók... þeir eru mjög góðir!

Aukahlutir: Í töskunni minni er ég alltaf með nóg af teygjum, hárspennur og hársprey, ekkert meira pirrandi en aukalokkar út um allt. Ipodinn minn er besti vinur minn og ég er nýlega farin að hafa símann með líka, svona til að drepa tímann þegar ég hjóla. Það sem mér finnst samt verst að gleyma eru grifflurnar mínar. Ég veit að sumum finnst asnalegt að nota þær en það skiptir mig engu máli. Ég nota þær sama hvort ég er að gera léttar æfingar eða þungar þar sem mér finnst skipta miklu máli að hafa gott grip (kveðja klaufinn).

Núna er ég orðin mega peppuð & ætla í ræktina, í nákvæmlega þessu outfitti !

Thursday, March 3, 2016

All black úr Zöru


Það er víst konukvöld í Smáralind í kvöld, þið getið giskað hvar ég verð... Ég tók saman 5 fallegar svartar flíkur úr Zöru:

- View all-WOMAN-NEW IN | ZARA Iceland
Ég elska boli með cut out á öxlunum, fyrir mér er það ekki orðið þreytt... Fullkomið þegar það kemur vor!


Zara Camisole Top
Það er nauðsynlegt að eiga fallegan svartan hlýrabol innan undir jakka fyrir sparileg tilefni.


RIBBED T - SHIRT-View all-WOMAN-NEW IN | ZARA Iceland
Stuttermabolur með details. Þessi er líka til í grænu, bæði betra. 


- View all-WOMAN-NEW IN | ZARA Iceland
Plain svartur bomber jakki, klassískur.


Zara Floral Embroidered Bomber Jacket
Ég verð að eignast þennan bomber jakka, hversu fallegur...

Happy shopping xx