Wednesday, February 3, 2016

Wishlist


WISHLIST


1. Gulur ananas lampi frá Goodnight light. Ég er sjúk í þennan lampa og ætlaði að kaupa mér einn í desember en það varð ekki úr því. Þar að leiðandi er hann á óskalistanum og ég þarf hann asap. Lamparnir fást t.d. í Kistu & Kastalanum.
2. Skógar rúllukragabolur frá 66. Hann er úr 100% ull, þarf ég að segja meira? Burrr....
3. Ég á þennan uppáhalds brúsa en ég verð að eignast einn í glærum. Ég keypti minn í Kokku.
4. Langar að fara bæta við nýjum snyrtivörum í snyrtiveskið og þá er svo einstaklega gott fyrir peningaveskið að versla ELF snyrtivörur. Ódýrar & góðar snyrtivörur!

Happy shopping xx

Wednesday, January 27, 2016

Basic flíkur frá New LookGrey Flecked Single Pocket T-ShirtNavy Funnel Neck Curved Hem Jumper

Grey Fine Knit Split Front Longline JumperKhaki Ribbed Funnel Neck Dip Hem Jumper

Ég er búin að taka eftir því að alltaf í janúar mánuði verð ég smá sjúk í að versla. Ég hef samt ekki verið að versla á útsölunum jafn brjálæðislega og ég hef alltaf gert. Held það tengist því að fyrst ég bý hvort sem er loksins í Reykjavík og get farið í Kringluna & Smáralind þegar ég vil haha... En núna er ég búin að vera límd við tölvuna að skoða netverslanir og hugsa, spá og pæla - en ekki kaupa!! Ég er búin að vera skoða mest basic flíkur eins og þykkar peysur & rúllukragaboli. Ég mæli með New Look ef þið eruð í sömu hugleiðingum en ég fann þessar flíkur þar og meira til.. 


Pale Grey Fine Knit Funnel Neck Oversized JumperNavy Ribbed Stripe High Neck 3/4 Sleeve Top

Tall Grey Boxy JumperBrown Boxy Slouch JumperPale Blue Wide Sleeve Boxy JumperBlack Turtle Neck Long Sleeve Top

Happy shopping xx

Monday, January 25, 2016

Ég mæli með: Milkyway hulstur

Ég er búin að panta núna þrjú hulstur frá Milkyway - tvö handa mér og eitt í jólagjöf. Þau eru klárlega í uppáhaldi og mér finnst síminn minn vera save annað en þegar ég panta mér hulstur af ebay (we have all done that). Þessi tvö hérna fyrir neðan eru þau sem ég á, pantaði mér fyrst þetta blóma og núna nýlega hitt, já það er með þremur kisum á og ég elska það!


Clear TPU Case Cover - Watercolor Succulent – MilkywayClear TPU Case Cover - Peeking Cats – Milkyway

Hér eru nokkrur önnur hulstur sem eru ótrúlega flott (með því að smella á myndirnar geti þið skoðað hulstrin betur)

Clear TPU Case Cover - Navajo Hibiscus – Milkyway

Clear TPU Case Cover - Vintage Roses – Milkyway

Clear TPU Case Cover - Baby Pug – Milkyway

Clear TPU Case Cover - Yellow Daisy – Milkyway

Clear TPU Case Cover Yellow Daisy

Clear TPU Case Cover - Jellyfish – Milkyway

Clear TPU Case Cover Digital Cat

Happy shopping xx

Monday, January 18, 2016

Ég mæli með: Lumie bodyclock frá Eirberg
Er ekki eðlilegt að hafa alltaf átt sér drauma vekjaraklukku? Ég hef alltaf átt mjög erfitt með að vakna á morgnana og þá sérstaklega snemma (haha). Kærastinn minn gaf mér Lumie vekjaraklukku frá Eirberg í vor og ég varð ekki fyrir vonbrigðum, ég elska hana. Í stuttu máli er vekjaraklukkan með ljósi sem á að vekja mann hægt og rólega og líkjast sólarupprás. Ég er mína klukku stillta þannig að hálftíma áður en ég ætla að vakna byrjar að koma birta frá klukkunni sem eykst smá saman. Ég skal viðurkenna að fyrstu dagana vissi ég aldrei hvað var í gangi þegar ég vaknaði og vissi ekki hvort það var dagur eða nótt. Það tók mig svona viku að venjast því haha.. Mér finnst ég vakna hressari heldur en þegar ég vakna við pirrandi pípp frá símanum mínum. Þegar ég nota klukkuna og er í rútínu þá er ég ekki að snooza alla morgna eins og ég er meistari í. Það segir sig auðvitað sjálft að ef maður er ekki með neina svefnrútínu þá er kannski ekki ein vekjaraklukka að fara breyta því að maður vakni alltaf súperfresh - þó hún hjálpi mér alveg þegar ég er í svefnrugli (bless jólafrí).Ég mæli með að allar svefnpurkur landsins kíki á þessa snilld eða bara þeir sem vilja vakna hressari á morgnana. 

Það eru til þrjár týpur af vekjaraklukkunum og er mín í milli verðinu (Lumie Bodyclock Go 75). Hér er hægt að skoða þær betur.


Thursday, January 14, 2016

Íþróttaföt

Gym cat


Ný íþróttaföt eru svo einstaklega skemmtileg. Þessar flíkur hér fyrir ofan keypti ég mér þegar ég var úti á Tenerife í haust og eru í uppáhaldi. Það er fáranlegt hvað ný íþróttaföt geta gert mikið fyrir motivation-ið. En ef maður hugsar um það þá er það alveg eins og þegar maður var yngri og var nýbúin að kaupa eitthvað voða fínt fyrir djammið - auðvitað varð maður að fara sem fyrst út. Er það ekki? Núna eru útsölur allstaðar og tilvalið að nýta þær til að næla sér í nýjar íþróttaflíkur, ég tók saman nokkrar frá Adidas sem mega alveg koma með mér í ræktina:Adidas

Monday, January 11, 2016

Uppáhaldsbuxurnar frá Jónu Maríu

Ég verð að segja ykkur frá uppáhaldsbuxunum mínum sem eru jafnframt þær lang þæginlegustu. Þær eru frá Jónu Maríu design og heita Tinna. Ég er búin að eiga mínar núna í tvö ár og er ennþá mjög ánægðar með þær. Ég keypti þær reyndar einu númeri of stórar til að fá þær loose en efnið teygist svo það er mælt með því að taka þær þröngar. Ég er því frekar oft að kippa mínum upp en ég læt mig hafa það haha.. Buxurnar eru bæði hægt að nota hversdags & spari. Ég nota mínar oftast við síða peysu og strigaskó en þegar ég nenni að fara í hæla er ég ennþá ánægðari með þær. Það eru til tvær þykktir af buxunum, nylonblanda sem eru þykkri og viskose blanda sem eru þynnri og þær koma í öllum stærðum.
Á meðan það er útsala hjá Jónu Maríu eru buxurnar á 15% afslætti og ég er alveg að springa, langar svo að kaupa mér nýjar til að eiga meira spari. Enda hversu þæginlegt að eiga flottar buxur sem eru líka ótrúlega þæginlegar.  Ég mæli með þessum buxum fyrir allar konur á öllum aldri :)
Til að skoða buxurnar betur og auðvitað aðrar vörur hjá Jónu Maríu getur þú gert það á heimasíðunni & Facebook.

Wednesday, January 6, 2016

Stórir treflar


                                                        

Ég var búin að vera að leita mér af nýjum trefli svo lengi - hinn fullkomni átti auðvitað að vera grár. Og hvað gerðist? Nú auðvitað var besta vinkona mín orðin hundleið á að hlusta á mig tala endalaust um trefla og gerði það að markmiði að finna handa mér einn þegar hún fór til útlanda. Talandi um góða vinkonu og enn betri jólagjöf. Æjiii þegar það er kalt úti skiptir svo miklu máli að klæða sig vel og góður trefill er nauðsynlegur til að hlýja manni. Ég vil helst hafa þá frekar langa svo þeir séu extra djúsí. Eins og vinkonur mínar eru búnar að fá að heyra mikið um, þá vil ég ekki sjá lengur hringtrefla. Þeir eru jú mega þæginlegir í notkun en... Amma dúlla fékk að minnsta kosti mína sem ég átti og er mega sæta með þá. Stórir kósý treflar eru málið:Sunday, January 3, 2016

Bestu inniskór í heimi - Glerupsglerups


Ég fékk inniskó í jólagjöf frá góðri vinkonu. Þeir eru búnir að vera á óskalistanum hjá mér í meira en eitt ár og ég hef ekki farið úr þeim síðan ég opnaði pakkann. Inniskórnir eru frá danska merkinu Glerups og eru úr 100% ull. Þeir koma í mörgum litum og þremur mismunandi týpum en ég fékk svona gráa uppháa. Ég er alltaf frosin á fótunum, ég meina ég var.... Ó hvað ég elska þessa skó. Hálf fjölskyldan er núna búin að fá þessa skó í jólagjöf þar sem ég gaf kærastanum mínum og elsku ömmu par um jólin og tengdamamma fékk seinustu jól. Og eru þau alveg jafn skotin í þeim og ég... Það var alla vega frekar vandræðilegt þegar við parið vorum að ferðast með inniskóna um jólin á milli húsa þar sem við urðum að vera í þeim öllum stundum.
Inniskórnir fást til dæmis í Kistu á Akureyri, Casa & Cintamani. 

Monday, December 21, 2015

Lipstick inspo


Ég er komin í jólafrí heim til fjölskyldunnar á Akureyri og farin að vinna í jólagleðinni. Svo ég er að elska það að geta verið í venjulegum fötum, með make up og ágætlega greidd, í staðinn fyrir að vera á náttfötunum að læra undir sæng ha ha... Ég er ein af þeim sem elskar varaliti og er næstum alltaf með einn á mér og svona 5 auka til vara í töskunni. Þið skiljið... Svo hér er smá inspo fyrir hátíðina af Pinterest, dökkar varir & auðvitað rauðar varir klikka aldrei við jólalúkkið :)Monday, December 14, 2015

Kápu himnaríki í Zöru

Coats 2015
Ég fór fyrir tveim vikum síðan í Zöru að leita mér af kápu og ég fékk valkvíða á háu stigi, aldrei séð jafn margar fallegar kápur á sama stað. Tvær af þessum fjórum fengu að koma heim í poka en stundum er gaman að fá að velja sér jólagjafirnar... Mæli með að þið kíkið ef ykkur vantar fallega kápu... Ég splæsti svo í nýja húfu um helgina og núna vantar mér bara nýjan trefil. Þá er ég klár fyrir desember :)
Hérna geti þið skoðað kápurnar aðeins betur: