Monday, July 21, 2014

Góð ráð við þreyttum fótum


Eftir langan vinnudag eða mikla hreyfingu er gott að stjana við fæturna. Þeir eiga það skilið :)
Heitt fótabað:
Það næst besta á eftir því að fara í heitt bað er að fara í heitt fótabað. Munurinn er helst sá að maður nær að setja aðeins heitara vatn í fótabaðið sem virkar svo vel á þreyttar fætur. 
Það er perfect að setja bala fyrir neðan sófann og horfa á einn skemmtilegan þátt á meðan og slappa af. Ég set oftast slatta af froðubaði í balann (því ég elska froðu) en ég hef líka verið að setja slökunar baðsaltið mitt frá Purity Herb ofan í. Mmmmmm...... 

Nudd:
Hver elskar ekki fótanudd? Ég er semsagt súper dugleg að gefa sjálfri mér fótanudd (og stundum öðrum). Það er hægt er að nota hvaða krem sem er til þess að nudda fæturna en ég nota alltaf vöðvaolíuna frá Purity Herb. Olían virkar rosalega vel á þreytta & pirraða fætur svo suma daga dreifi ég bara vel úr henni og skríð undir sæng. Ef þú telur þig ekki vera góðan nuddara er lítið mál að fara á Youtube og finna fullt af myndböndum sem sýna hversu auðvelt það er að gefa fótanudd. Það má síðan alls ekki gleyma að nýta sér það ef einhver nennir að gefa manni fótanudd :)

Nuddboltar:
Ég á nuddbolta með göddum sem ég nota stundum til að ýta á punkta undir fótunum. Ég sit þá á stól og stíg ofan á boltann og nudda þannig. Ég heyrði einhverstaðar að golfkúla væri algjör snilld til að nudda þreyttar fætur og varð að prófa. Þar sem ég var of spennt og átti enga golfkúlu þá fann ég mér bara stóran skopparabolta upp í skáp (HAHA). Hann alveg þrælvirkar, nota þá sömu aðferð og með nuddboltann. Ég grínast ekki með að hann er ofan í tösku alla daga, fínt að grípa í hann hvenær sem er. Mjög fljótleg og þæginleg aðferð til að tríta fæturna! 


Áður en ég fer að sofa ætla ég að skella mér í fótabað og gefa sjálfri mér smá fótanudd fyrir svefninn. Kózý, kózy :)

- marta kristín slökunarsérfræðingur ;)P.S. Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá elska ég vörurnar frá Purity Herb. Ég var búin að skrifa bæði um vöðvaolíuna og baðsaltið hér.

Friday, June 20, 2014

Always in my bagÉg tók saman þær vörur sem mér finnst nauðsynlegt að hafa í töskunni minni á vinnudögum. Það er svo þæginlegt að geta frískað upp á sig, sérstaklega þegar það er heitt úti & maður er fastur inni :)

7 things

1. Hárbursta/greiðu, teygjur & spennur. Auðveldar að koma í veg fyrir BAD hair day.
2. ilmvatn (sem dæmi Justin Bieber ilmvatnið mitt).
3. Varalit & varasalva. Ég er alltaf með 2-3 varaliti í töskunni haha...
4. Almennt snyrtiveski, fyrir utan varalit & varasalva er ég oft líka með snyrtiveskið mitt.
5. Fótasprey til að hressa upp á þreyttar fætur.
6. Góðan svitalyktaeyði, algjört must þegar það er heitt úti.
7. Þurrsjampó er kannski meira í töskunni á verstu hárdögunum. Klárlega uppáhalds hárvaran mín.


Er ég að gleyma einhverju? 


- marta kristín

Tuesday, June 10, 2014

Nicki Minaj - nýtt lag & myndband


Ég er með á replay nýja lagið frá Nicki Minaj - Pills N Potions. Myndbandið við lagið var að koma út og það er öðruvísi en önnur myndbönd hjá henni, mæli með að þið tjékkið á því! Ég er að fara smella þessu lagi á ipodinn svo ég geti hlustað aðeins meira á það, fæ einfaldlega ekki nóg! "Pills and potions
We're overdosing
I'm angry but I still love you
Pills and potions
We're overdosing
Can't stand it, but I still love you"


- marta kristín

Wednesday, June 4, 2014

Inspo: Flowers in my hair
Það er alltaf eitthvað svo fáranlega sætt að hafa blóm í hárinu. Er sætt kannski ekki besta orðið? Æji, því fleiri því betra!

Inspo:Er til eitthvað meira sumarlegra

- marta kristín


p.s. væri glöð ef þið mynduð smella á like takkann, setja litla athugasemd hér fyrir neðan eða þess vegna gefa mér highfive eða pound-it næst þegar þið sjáið mig. Allt að ofan er auðvitað best! 


Wednesday, May 21, 2014

liðir&krullurÞað var frábær hugmynd að klippa hárið á mér stutt og ég sé ekkert eftir því nema þegar ég skoða þessar myndir..

Andvarp....


Sítt liðað & krullað hár er svo fallegt.... 
Kannski nenni ég einn daginn að safna aftur hári :) 


- marta kristín

Thursday, May 15, 2014

Outfit: Babypink kápan mínÞegar ég var á Benidorm keypti ég mér fallega bleika kápu í Zöru. Ég mátaði hana og varð ástfanginn. Ég tók svo eftir því að hún var gölluð og ekki önnur til, nema ég ætlaði að troða mér í xs. Ég ákvað að athuga hvort það væri til önnur á bakvið og lét starfsmann hoppa út um allt að athuga. Fyrsta svarið var nei og ég byrjaði að labba út úr búðinni (vælandi í mömmu hvað ég vildi mikið fá kápuna með heim). Hvað gerist svo? Kona kemur hlaupandi á eftir mér og réttir mér kápuna, í réttri stærð! Ég barðist við það að knúsa konuna og valhoppaði í staðinn út úr búðinni, með nýju kápuna mína! Ó, þvílík gleði:)

Í gær fór ég að sinna erindum í kápunni og bað afa um að smella mynd af mér. Ég er nefnilega nýbúin að kenna afa að taka myndir á símann minn (án þess að putti sé inn á myndinni eða myndin á hreyfingu).

Kápa: Zara
Hvítur plain bolur: Pimkie
Buxur: Vero Moda
Nike skór - Benidorm
Taska - Accessorize

More details:
Á þessari mynd sést mun betur liturinn á kápunni, babypink.

Úr: Pantað af elsku Aliexpress
Hringur: Mango
Naglalakk: H&M


Setti þessar myndir á Instagram í gær #martakristinjons, ef þið viljið elta mig, blikk blikk. 

Og hey já... Ég er svo mikið tölvunörd að nú er hægt að commenta í gegnum FB á síðunni. Endilega testið það fyrir mig :)

- marta kristín


Monday, May 12, 2014

Inspo: Gat í eyrunSem stendur er ég með þrjú göt í eyrunum en ég var með fjögur - eitt gat hægra megin & tvö göt vinstra megin. Ég er semsagt búin að fá mér gat uppi hægra megin tvisvar & tvisvar búin að ná að klúðra því. Áfram ég :)

Það sem hefur samt reddað mér er að ég á tvö pör af eyrnalokkum sem feika þetta look. SNILLD fyrir mig. Líka snilld fyrir þær dömur sem eru ekki tilbúnar (yet) að fá sér gat uppi!

Fékk þennan í H&M þegar ég var á Tenerife í október.. P.s. Já þetta er "tópas skot"


 Smá inspo myndir:
 Jæja, nú fer ég og læt skjóta í vikunni...
 Allt er þegar þrennt er :)

P.s. Erna vinkona senti svo á mig slóð með enn fleiri myndum ef þið hafið áhuga smellið þá hér ;)


- marta kristín