Monday, November 30, 2015

Uppáhaldsvörurnar mínar frá LEE STAFFORD

Ég ákvað að taka saman vörurnar frá Lee Stafford sem ég nota en ég er algjör sökker þegar það kemur af ódýrum og góðum hárvörum og ekki skemmir fyrir að allar umbúðirnar eru BLEIKAR! 


Uppáhalds frá Lee Stafford

SEA SALT SPREY

Ég er nýlega búin að kaupa mér sjávarsaltið og nota það eiginlega á hverjum degi. Ég þurrka hárið með handklæði, spreyja svo sjávarsaltinu og kreisti því vel inn í hárið. Ég leyfi því oftast bara að þorna en stundum nota ég hárblásarann ef ég er á hraðferð. Ég nota spreyið líka stundum í þurrt hárið til þess að fá meiri lyftingu í það og leyfi því þá að vera smá úfið.

POKER STRAIGHT FLAT IRON PROTECTION SHINE MIST

Klárlega besta hitavörn sem ég hef átt. Ég hef alltaf átt í erfiðleikum með að slétta þetta blessaða hár mitt en þetta efni gerir það mun auðveldara. Ég mæli með því að spreyja hitavörninni í hárið fyrir blástur þar sem það sléttir smá úr hárinu strax. Ég nota það svo aftur yfir hárið þegar ég slétti það. Hárið fær fínan glans af efninu og lyktin er einstaklega góð. Þar sem ég er komin með stutt hár verð ég vonandi duglegri að nota sléttujárnið..

HOLD TIGHT HAIRSPRAY

Ég er orðin frekar dugleg að nota hársprey miðað við þegar ég var yngri. Algjör snilld að nota það yfir greiðslur, ný sléttað hár og jafnvel til að halda hárinu á sínum stað þegar maður fer í ræktina. Hárspreyið gefur gott hald og áferðin verður mjög flott. 

ORIGINAL DRY SHAMPOO *

 Ég er búin að nota þetta þurrsjampó núna í mánuð og ætla ekki að skipta aftur í Batiste þurrsjampóið mitt. Mér finnst það segja mikið þar sem ég er búin að vera háð því í nokkur ár haha.. Stærsti kosturinn við þetta þurrsjampó er að það koma engar hvítar agnir í hárið. Ég nota þurrsjampóið alltaf á morgnana til að fríska upp á hárið og fá smá lyftingu. Brúsinn er mjög þæginlegri stærð til að henda ofan í tösku sem er snilld.

SUN KISSED LIGHTENING SPRAY *

Ég keypti mér þetta sprey fyrir sumarið. Það lýsir hárið hægt og rólega og það er hægt að nota það til þess að lýsa allt hárið, fá ombre, strípur eða til að laga rót. Ég spreyja því í blautt hárið, greiði í gegnum það og blæs það svo. Ég er bæði búin að prófa að nota það í allt hárið og svo seinna bara í endana og mér finnst það virka mjög vel! Ég var kannski að ofnota þetta á tímabili til að lýsa dökka hárið á mér og ég var fljót að klára brúsann. Það er semsagt mælt með að nota það aðeins einu sinni í viku og 3-4 skipti ættu að duga til að fá þann árangur sem leitað er eftir. Alveg eins og þegar maður litar á sér hárið þarf að hugsa vel um hárið á meðan á meðferð stendur. Góð olía & djúpnæring getur gert kraftaverk. 


Fyrir þær sem eru ljóshærðar mæli ég með að þið kynnið ykkur Beach blondes línuna. Ég er að prófa hana núna og sé mikinn mun á hárinu á mér & mun segja ykkur frá henni við tækifæri :)

Lee Stafford vörurnar fást sem dæmi í Hagkaup og á Heimkaup.is 


Vörurnar í færslunni keypti höfundur sjálfur nema þær sem eru merktar með *

Monday, November 23, 2015

Nýtt íslenskt merki: MíNí

Nýtt íslenskt merki var að koma á markaðinn þar sem fókusinn er á íslenska hönnun í barnaherbergi. Til að svara forvitni minni ákvað ég að heyra aðeins í hönnunarteyminu en það eru mágkonurnar Alexandra Tómasdóttir & Sigrún Eir Einarsdóttir. Samstarf þeirra virkar vel þar sem Alexandra er með BS í viðskiptafræði og MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum og Sigrún Eir er nemi í grafískri hönnun. Þær hafa báðar áhuga á hönnun og ákvöðu því að sameina krafta sína og þekkingu. 

Nafnið MíNí kemur frá enska orðinu mini og vísar í litla fólkið.Það sem heillaði mig var þessi myndasería af villidýralífi hér á Íslandi. Myndaserían er ótrúlega falleg og það er hægt að velja á milli: kanínu, refar, ísbjarnar og hreindýrs. 
Veggspjöldin koma í tveimur stærðum, A3 & A4. Á veggspjöldunum er síðan lítið ljóð á íslensku sem segir frá dýrunum á skemmtilegan og öðruvísi hátt. 


Persónulega er ég mest skotin í kanínunni:


K A N Í N A
Kanínur um kjarrið græna
kjaga, bíta gras og mæna.
Hann er kani, hún er kæna,
heitir kjáni barnið væna.
Sperra eyrun hærðu, hoppa,
hættur forðast, burtu skoppa.


Veggspjöldin frá Alexöndru og Sigrúnu Eir hafa nú þegar fengið frábærar móttökur og voru þær mjög ánægðar með viðbrögðin. Það er strax komin eftirspurn út í fleiri dýraseríur frá þeim svo við getum reiknað með að það bætist í safnið. Á næstu misserum mun svo koma í ljós hvað fleira kemur frá MíNí fyrir litla fólkið, á meðan bíð ég spennt!


Pantanir fara í gegnum Facebooksíðu MíNí. Það er núna leikur í gangi þar sem tveir heppnir geta eignast veggspjald úr dýraseríunni. 


Happy shopping x

Thursday, November 19, 2015

MOON CALENDAR 2016Moon Calendar 2016 var að koma út í vikunni. Dagatalið sýnir alla mánuði ársins 2016, hvenær tungl er í fylllingu og hvenær það er nýtt. Það er hannað af hjónunum Berglindi Mari Valdemarsdóttur og Sverri Ásgeirssyni. Þetta er annað dagatalið frá þeim en það fyrsta kom út árið 2015. Ég vann stutttlega með Berglindi heima á Akureyri og þegar ég spurði hana nánar út í verkefni þeirra hjóna sagði hún: 

Tunglið hefur alltaf heillað okkur. Með dagatalinu viljum við færa náttúruna örlítið nær manninum aftur. Fá fólk til að staldra við og hugsa um eitthvað annað en daglegt amstur hversdagsins. Lifa í núinu og fylgja riþma náttúrunnar.


Dagatalið kemur í einföldum & stílhreinum pakkningum. Stærðin er 50x70 cm, sem passar í myndaramma frá Ikea. 

Moon Calendar 2016 kemur skemmtilega út á ýmsum stöðum heimilisins en ég væri klárlega tilbúin að hafa eitt inn í svefnherbergi hjá mér. Fullt tungl verður næst 24.01.2016, ég ætla klárlega að taka kvöldið frá!

Moon Calendar 2016 fæst núna í Kistu & Sjoppunni.

Happy shopping xWednesday, November 18, 2015

Pyropet: Dýri


Loksins er Dýri kominn í verslanir. Hversu sætur? 
Ég held hann sé eina jólaskrautið sem ég þarf í ár, kannski fyrir utan jólatréið sjálft.. Persónulega finnst mér hann einnig passa allan ársins hring. Það er líka að koma önnur ný týpa frá Pyropet, Hoppa sem er kanína. Einnig kemur Kisa í nýjum lit, svörtum.
Pyropet kertin fást í öllum helstu hönnunarverslunum landsins.
Happy shopping x


Monday, November 9, 2015

Wishlist: Rains taska


Þessar töskur eru frá danska merkinu Rains og fást í Kistu. Ég vissi að það væri nýbúið að taka þetta merki inn og var orðin ansi spennt að fá að skoða það betur. Ég kíkti í Kistu þegar ég fór til Akureyrar um helgina og þessi ljósbrúna kallaði nafn mitt. Planið er að nota hana fyrir nesti og aukahluti sem ég þarf í skólann (já ég þarf tvær töskur í skólann). Töskurnar eru vatnsheldar sem er mjög sniðugt fyrir veðrið hér í Reykjavík og verðið skemmir ekki fyrir, 6.900.-. Ég ætla láta taka frá fyrir mig eina tösku og grípa hana næst þegar ég er fyrir norðan. Fyrir áhugasama fást töskurnar hér

Það eru einnig til aðrar týpur frá merkinu sem heilla mig líka en ég ætla nú bara að byrja á því að splæsa á eina tösku :)Ég mæli svo með að þið kíkið á Facebooksíðu Kistu þar sem er hægt að fylgjast með nýjum vörum. 

Tuesday, November 3, 2015

Hlýir aukahlutir fyrir veturinn

Málið er það að ég er algjör kuldaskræfa. Um leið og það fer að kólna sést ég ekki úti nema með húfu, trefil og vettlinga. Í fullkomnum heimi væri ég alltaf í heilgallanum mínum sem er úr flísefni en... Ég tók saman nokkra hluti sem eru fullkomnir í kuldanum:


AA


1. Básar síðar dömunærbuxur - 66°norðurÉg keypti mér þessar leggings í fyrra en þær eru úr 100% Merino ull. Þær björguðu mér í gegnum veturinn á Akureyri og ég hlakka til að geta notað þær þegar það fer að kólna aðeins meira. 
2. Húfur - Varma. Ég gaf kærastanum mínum svona húfu, dökkbláa, og ég stel henni næstum alla daga. Held ég verði að splæsa mér á eina en get ekki ákveðið lit, gráa eða brúna.
3. Verndarhendur - Vík Prónsdóttir. Uppáhalds trefillinn minn sem ég er búin að ofnota frá því að ég keypti mér hann. Ótrúlega hlýr og passar við allt.
4. Trefill - Varma. Ég rakst á þennan trefill á Varma síðunni og finnst hann mjög simple og flottur. Mögulega ætti ég að skella honum á jólagjafalistann?
5. Heimskauta vettlingar- 66°norðurÉg á tvö pör af þessum vettlingum enda eru þeir í algjöru uppáhaldi.
6. Angora sokkar- Varma. Mér er farið að vanta hlýja sokka fyrir veturinn sem eru ekki bleikir og loðnir. Ég vil ekki hafa þá of þykka svo ég held að þessir væru fullkomnir. Ég þarf að kaupa mér eitt par og þá auðvitað í gráum lit (já ég elska gráan). 

Friday, October 30, 2015

Nike wishlistÞegar ég var á Tenerife fyrr í mánuðinum var planið að kaupa sér ræktarskó frá Nike. Seinasta kvöldið fórum við stelpurnar í Nike búðina og ég var búin að máta skóna sem ég vildi svo planið var að kaupa þá. Kaupgleðin var þó frekar sterk þetta kvöldið og byrjuðum við mamma að máta skó (í fleirtölu). Þessir skór hér að neðan báru af öllum hinum enda óendalega fallegir:

Nike LunarGlide 7 Zapatillas de running - Mujer. Nike.com (ES)

Nike Lunarglide 7: Hversu fallegir? Hversu bleikir? Mér var búið að vanta góða ræktarskó síðan í sumar og þegar ég sá þessa varð ekki aftur snúið. Ég er búin að fara nokkrum sinnum í þeim í ræktina og er að venjast þeim ágætlega. Ég sá að þeir voru að koma í Air hérna heima. 

NIKE AIR MAX THEA
Nike Air Max Thea: Þessir skór voru draumaskórnir mínir í sumar og þegar ég sá þá úti varð ég að máta þá. Auðvitað voru þeir ekki til í mínu númeri og endaði mamma á að splæsa sér á þá. Þið getið ímyndað ykkur hvað ég var öfundsjúk... 

Nike Juvenate Zapatillas - Mujer. Nike.com (ES)
Nike Juvenate: Þessir lúkkuðu ótrúlega þæginlegir en því miður voru þeir ekki til í mínu númeri né mömmu. Ég spottaði þá svo í Skór.is þegar ég var á miðnæturopnun Smáralindar á fimmtudaginn svo það er aldrei að vita hvað maður fær í jólagjöf.. hóst hóst mamma ;)

Nike Juvenate Fleece Chaussure pour Femme
Nike Juvenate Fleece: Það var sama vandamálið með þessa skó en þeir eru ekki til á Íslandi. Ég mun því bölva því endalaust að hafa ekki náð að næla mér í eitt par (og mamma reyndar líka). 

**Þeir sem þekkja okkur mæðgur ættu ekki að koma á óvart að við fórum í næsta hverfi til að leita af Nike Juvenate skónum. Það borgaði sig síðan ekki þar sem eftir gönguna komum við að læstum dyrum og þurftum að taka taxi til baka til þess að mamma gæti keypt sér Nike Air Max Thea skóna rétt áður en hin búðin lokaði. Við þökkum Evu frænku & Öllu kærlega fyrir stuðninginn en þær þurftu að dröslast með okkur í leiðangurinn. 

Mér þætti vænt um ef þið mynduð like-a og sýna mér að ég sé ekki sú eina sem er með Nike þráhyggju! Gleðilegan föstudag & helgi!

Tuesday, October 27, 2015

Fullkomin naglalökkun með essie

essie
Ég er nýfarin að nota vörur frá Essie og myndin hér að ofan sýnir þær fjórar vörur sem ég á.

Essie Chinchilli (77) & Master Plan (78): Voða basic litir svona í kuldanum, burr...

Essie All in one: Undir & yfirlakk sem er það besta sem ég hef prófað hingað til. Naglalakkið helst fáranlega vel á og ég þarf ekki að vera pirruð yfir ljótum nöglum á degi þrjú. 

Essie Drying drops: Ég splæsti þessu á mig fyrr í mánuðinum og prófaði það fyrst í gærkvöldi. Ég er snillingur þegar það kemur að því að þurfa að gera eitthvað þegar ég er nýbúin að naglalakka mig sem verður til þess að í 99% tilvika skemmi ég að lágmarki eina nögl. Eru fleiri í þeim pakka? Anyway.. Nokkrir dropar yfir blautt naglalakk og ég held ég hafi beðið í eina mínútu og allt þornað! 

Núna hef ég í rauninni enga afsökun fyrir því að vera ódugleg við að naglalakka mig - Naglalakkið helst lengi á & þornar súperfljótt. Er hægt að biðja um eitthvað meira? 

Saturday, October 24, 2015

Things to buy over & over again

Things to buy over and over and over...


Á maður ekki alltaf einhverjar vörur sem maður kaupir aftur og aftur?

1. ONIKA by Nicki Minaj. Klárlega uppáhalds ilmvatnið mitt og lúkkið á flöskunni skemmir ekki fyrir. Ég keypti mér 30ml fyrr á árinu og var að kaupa mér 50ml. Úpps..
2. Lash Sensational by Maybelline. Þessi er alltaf minn go to maskari.. Er núna að prófa nýja maskarann frá Rimmel sem er mjög góður en held hann toppi ekki þennan uppáhalds.
3. Miracle Hair Treatment by Eleven. Lang, lang besta hárvara sem ég hef nokkurn tíma átt. Langar að gráta því brúsinn er alveg að klárast og verð að fara kaupa mér nýja ASAP.
4. Matte Me in Birthday Suit by Sleek. Elska matta liti og þessi er toppurinn; fullkominn litur & formúla. (Fæst á Haustfjörd.is)

Friday, October 9, 2015

Haust/vetrar outfit


Ég tók saman nokkur outfit sem eru fullkomin fyrir veturinn. OKay, 99% af þessum flíkum eru svartar, hvítar eða gráar en þessir basic litir passa bara svo fullkomlega saman...
Style with Sheinshide.com
Untitled #19089
Stockholm Street Style
Untitled #100
Untitled #19084Untitled #19087
Untitled #7616
Untitled #3814
NYFW Street Style